today-is-a-good-day

Sjálfboðaliðar óskast í Bíó Paradís!

Stefnt er að því að opna Bíó Paradís aftur í haust og nú óskar starfsfólkið eftir sjálfboðaliðum til þess að hjálpa til við að gera bíóið ,,enn betra en það var áður” eins og það er orðað á Facebook síðu þeirra

,,Við óskum eftir sjálfboðaliðum helgina 18.-19. júlí til þess að hjálpa okkur við að koma Bíó Paradís í sparigallann! Það sem við þurfum aðstoð við er förgun á ýmsum innréttingum, gömlum tækjum og munum, almenna tiltekt og undirbúning á yfirhalningu á bíósætum. Ekki skemmir fyrir ef þú hefur reynslu af iðnaðarstörfum en það eina sem er algjört möst er framkvæmdagleðin og löngunin til þess að hjálpa okkur að gera Bíó Paradís að flottasta bíói í miðbænum!”

,,Við lofum góðum anda og léttum veitingum í skiptum fyrir hjálpina. VIÐ BYRJUM kl. 10:00 bæði laugardag og sunnudag. Áhugasamir hafi samband hér á facebook eða sendi póst á midasala@bioparadis.is til að skrá sig og endilega takið fram hvenær þið komist og hvaða daga.”

Einnig eru þeir sem hafa tök á því að mæta með eigin verkfæri eða 13 mm skiptilykil beðnir um að gera það:

,,ATH: Ef þú getur mætt með eigin 13 mm skiptilykil eða verkfæri væri það alveg frábært! En annars verða verkfæri á staðnum. Öll aðstoð við flutninga á rusli er vel þegin.

Auglýsing

læk

Instagram