Sjö barir fá að hafa opið lengur vegna Superbowl

Auglýsing

Borgarráð hefur veitt sjö börum í Reykjavík leyfi til að hafa lengur opið aðfaranótt 3. febrúar þegar Superbowl fer fram.

Eru það staðirnir American Bar, Gummi Ben, Bastard brew and food, Lebowski, Ræktin, Keiluhöllin og Ölver sem fá að hafa opið þar til leik lýkur. Að þessu sinni mætast San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs. Útsending hefst um klukkan 22 en leikurinn fer fram í Miami og venju samkvæmt er dagskráin jafn spennandi utan vallar og innan. Demi Lovato mun syngja þjóðsönginn og þær Jennifer Lopez og Shakira trylla lýðinn í hálfleik meðan auglýsingarnar rúlla. Þar kosta 30 sekúndur 5,6 milljónir dollara, eða um 700 milljónir króna.

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Oreo ostakaka

Instagram