Sjö klukkustunda heimsókn Mike Pence kostaði lögregluna rúmar 14 milljónir

Auglýsing

Heimsókn Mike Pence, sem varði í sjö klukkustundir, kostaði lögregluna á höfuðborgarsvæðinu rúmar 14 milljónir króna. Þar er ekki talinn með kostnaður við vinnu lögreglumanna embættanna á Suðurlandi og Norðurlandi Eystra, auk ferða- og gistikostnaðar þeirra. Þetta kom fram í fréttum Rúv í morgun.

Mikill viðbúnaður var vegna komu Pence fyrr í þessum mánuði. Götum höfuðborgarinnar var lokað og allt tiltækt lögreglulið var samankomið við Höfða. Þar fundað Pence með Guðna Th. Jóhannessyni, Degi B. Eggertssyni og fleirum.

Vakti athygli að leyniskyttur lágu á húsþökum í nágrenni Höfða.

Þess má geta að Angela Merkel kanslari Þýskalands var hér í opinberri heimsókn nokkrum dögum áður ásamt forsætisráðherrum allra Norðurlandanna, lögmanni Færeyja og formanni landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja. Dvöldu þau hér í tvo sólarhringa og arkaði Merkel meðan annars um miðborgina í verslunarferð.

Auglýsing

Heimsókn þjóðarleiðtoganna kostaði um þriðjung þess sem heimsókn Pence kostaði eða um 5,5 milljónir.

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram