Auglýsing

Skipverja saknað af skipi sem kom til hafnar í Vopnafirði

Nú um klukkan sjö í kvöld lenti þyrla landhelgisgæslunnar TF-GRO á Vopnafirði með fimm kafara úr séraðgerðarsveit, vegna leitar að manni sem er saknað.

Lögreglunni á Austurlandi barst í dag tilkynning um skipverja af fiskiskipi, sem væri saknað eftir að skipið kom til hafnar í Vopnafirði. Í kjölfarið hófst mikil leit að manninum og stendur hún ennþá yfir. Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn eru við leit, fjörur eru gengnar og auk þess kemur björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði að leitinni með björgunarskip.

Samkvæmt upplýsingum fer lögreglan á Austurlandi með vettvangsstjórn málsins. Þetta kemur fram á vef Vísis

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing