Skotveiðimaður sat fastur í sandi í fleiri klukkustundir

Um klukkan 22 í gærkvöldi var lögreglan á Suðurlandi kölluð út vegna skot­veiðimanns sem hafði sokkið í sand við Sand­vatn á Hauka­dals­heiði. Þetta kemur fram á vef mbl

Maðurinn sat fastur í um fimm klukkustundir og var orðinn kaldur og hrakinn enda var hitastigið um þrjár gráður, samkvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

Sandurinn náði honum upp að mitt og þurfti að gera ráðstafanir við björgunina með blóðflæði mannsins í huga. Það tók töluverðan tíma að staðsetja manninn og vandasamt var að komast að honum. Þyrla flutti manninn á sjúkrahús um klukkan 3 í nótt.

Auglýsing

læk

Instagram