Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í kvöld

Sýnt verður frá söngkeppni framhaldsskólanna í beinni útsendingu á Rúv í kvöld klukkan 19:45.

Til stóð að keppnin færi fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í ár en keppninni var frestað þegar samkomubann var sett á vegna Covid-19 faraldursins. Í staðinn verður hún haldin án áhorfenda í húsnæði Exton í Kópavogi.

Söngkeppnin er stærsti einstaki viðburðurinn í félagslífi framhaldsskólanema á Íslandi og hefur verið haldin síðan árið 1990. Ýmis þekkt nöfn hafa lent í sæti í keppninni og má þar nefna meðal annars Pál Óskar, Emilíönu Torrini, Sverri Bergmann, Regínu Ósk og Heru Björk.

Auglýsing

læk

Instagram