Stuðmenn stíga á stokk á Bræðslunni

Í tilkynningu frá Bræðslunni, tónlistarhátíð, segir að hátíðin í ár verði sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra.

Þar kemur einnig fram að Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, muni stíga á stokk á hátíðinni. Bræðslan fer fram laugardagskvöldið 24. júlí en fjöldinn allur af tónleikum munu fara fram dagana á undan á Borgarfirði. Einnig verður boðið upp á skipulagðar gönguferðir og aðra afþreyingu.

Tónlistarfólkið Mugison, Bríet, Sigrún Stell og Aldís Fjóla munu einnig stíga á svið.

„Öllum sóttvörnum sem í gildi verða þegar að hátíðinni kemur verður auðvitað fylgt og ef hátíðin fellur niður aftur vegna heimsfaraldurs verða keyptir miðar endurgreiddir að fullu,“ segir í tilkynningunni.

Miðasala hefst á morgun, fimmtudag, klukkan 11:00 á braedslan.is

Auglýsing

læk

Instagram