Sumarhús brann til grunna í uppsveitum Árnessýslu

Tilkynning barst á áttunda tímanum í kvöld um logandi sumarbústað í Rjúpnastekki í uppsveitum Árnessýslu og voru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni kallaðir út.

Einn var inni í bústaðnum þegar eldurinn kviknaði en hann kom sér út úr húsinu, sem brann hratt til grunna.

„Bústaðurinn er alveg brunninn, hann brann mjög hratt upp af miklum krafti,“ segir Haukur Grönli, aðstoðarslökkvistjóri hjá brunavörnum Árnessýslu í samtali við Vísi

Ekki er vitað um eldsupptök að sögn Hauks en nokkrar háværar sprengingar heyrðust skömmu eftir að eldurinn kviknaði sem hann segir líklega hafa verið vera gaskúta sem sprungu þegar eldurinn komst í tæri við þá.

„Og við verðum líka að hafa í huga, og þess vegna er ágætt að taka fram, að biðja fólk að geyma gaskútana utandyra, í læstum geymslum,“ segir Haukur.

Auglýsing

læk

Instagram