today-is-a-good-day

„Það er oft þannig í lífinu að þegar fólk upplifir áföll fer það að hugsa sig um“

Gunnar Valdimarsson er einn þekktasti húðflúrari landsins og skreyta listaverk hans meðal annars nokkra íslenska landsliðsmenn.

Hann missti móður sína árið 2017 eftir baráttu við krabbamein á sama tíma og hann stóð í skilnaði við barnsmóður sína. Hann eignaðist tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni sem þau ala upp í sameiningu, án þess þó að búa saman, en hún hefur fundið ástina með konu.

„Þegar ég lendi í Keflavík hringir systir mín aftur og segir að ég verði bara að koma alveg strax. Þá á ég flug til Húsavíkur stuttu seinna og ég fer í það flug. Þegar ég lendi á flugvellinum í Húsavík kemur maður systur minnar og tekur á móti mér. Maður sem er ofboðslega hress og alltaf miklir fagnaðarfundir þegar við hittumst. Hann segir mér þarna að mamma hafi dáið fyrir klukkutíma síðan, þegar ég er að fara um borð í vélina í Reykjavík.“

Gunnar er gestur vikunnar í þættinum Einkalífið á Vísir.is

Auglýsing

læk

Instagram