„Það má segja að það verði óveður fram á kvöld“

„Vindur er vaxandi og kominn leiðinda skafrenningur og hálka á vegum hérna fyrir sunnan og við Faxaflóa. Það bætir í vind og veðrið nær hámarki undir hádegið,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur en rætt var við Þorstein í fréttum Bylgjunnar.

Appelsínugular viðvaranir í gildi víða á landinu og spáð hefur verið slæmu veðri um land allt. Að sögn Þorsteins getur veðrið orðið hvað verst við Reynisfjall, Eyjafjöll, Hafnarfjall og á Kjalarnesi. Flug og samgöngur hafa nú þegar raskast vegna veðursins.

„Einnig verður hvasst við norðanvert Snæfellsnesið í dag. Veðrið færist svo smám saman yfir allt landið en er verst við suður- og vesturströndina,“ segir Þorsteinn.

Veðrið nær hámarki á suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu nú undir hádegið, en Þorsteinn segir að bálhvasst verði á norður- og austurlandi seinna í dag og gengur þar yfir með snjókomu eða slyddu.

„Það má segja að það verði óveður fram á kvöld,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur.

Þetta kom fram á vef Mbl.

Auglýsing

læk

Instagram