today-is-a-good-day

The Reykjavík EDITION opnar í nóvember

Líflegur áfangastaður matgæðinga með töff kaffihúsum, fjörlegu næturlífi og stórbrotinni tónlistarsenu, höfuðborg Íslands skín svo sannarlega skært í sviðsljósinu og koma The Reykjavík Edition innsiglar enn fremur, með sinni dæmigerðu fágun, ótrúlegan hæfileika EDITION Hotels til að lenda á réttum stað á réttum tíma.

„Reykjavík er mjög svöl, ung borg – fullkomin fyrir vörumerkið okkar,“ segir Ian Schrager, frumkvöðull að hugmyndinni um boutiquehótel, og skapari PUBLIC og EDITION.

„Okkur finnst tími Reykjavíkur runninn upp og við erum hér í hjarta borgarinnar á hárréttum tíma.“

The Reykjavík EDITION opnar í forsýningu 9. nóvember 2021 og mun setja ný viðmið sem fyrsta sannkallaða lúxushótel borgarinnar sem sameinar það besta sem höfuðborgin hefur upp á að bjóða og þá persónulegu, þægilegu og einstaklingsmiðuðu upplifun sem EDITION-vörumerkið er þekkt fyrir. Niðurstaðan er fjörugur og fágaður miðpunktur í borginni, með 253 herbergjum, framúrskarandi börum, eigin veitingastað og næturklúbb og, eins og EDITION einu er lagið, glænýrri hugmynd um nútímalegt og félagslegt vellíðunarrými.

Í landi hinna heitu hvera, náttúrulegra uppspretta og fjarða leiðir þessi hugmyndaríka nýsköpun, eðlislæg tilfinningaleg reynsla og frumleiki Ian Schrager, ásamt langri sögu Marriott International af sérþekkingu á hótelrekstri, orðspori hótelkeðjunnarog starfsemi um heim allan, af sér einstakan valkost sem styrkir aðdráttarafl Reykjavíkur sem alþjóðlegan áfangastað í heimsklassa enn frekar. Marga dreymir um að heimsækja Ísland, staðsett mitt á milli Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu – þar sem auknar flugsamgöngur og yfirnáttúrulegt landslag laðar að sér gesti víðsvegar að. The Reykjavík EDITION er fyrsta sannkallaða lúxuskeðjan á markaðinum sem býður upp á þjónustu og aðstöðu sem er ólík öllu öðru.

Reykjavík komst fyrst á kortið þegar bandaríski skákmeistarinn Bobby Fischer vann heimsmeistaramótið í skák sem haldið var í borginni árið 1972. Schrager, sem fylgdist með keppninni á sínum tíma, segist hafa verið agndofa yfir óspilltri náttúru landsins. Þar sem það situr í miðju Atlantshafinu, rétt við norðurheimskautsbauginn, er Ísland bókstaflega enn í mótun þar sem landslagið er í stöðugri þróun vegna rymjandi eldfjalla, sjóðandi hvera, gjósandi goshvera og hreyfinga meginlandsflekanna. Allt þetta hefur leitt af sér stórkostlegt, dulúðugt sambland af hraunbreiðum þöktum grænum mosa, magnþrungnum jöklum og stórskornum fjöllum sem umlykja djúpa dali.

„Á Íslandi sérðu hluti sem þú sérð hvergi annars staðar,“ segir Schrager. „Hér, frekar en nokkurs staðar í heiminum, hefurðu tækifæri á að komast í snertingu við náttúruna og við erum stolt af því að auka við EDITION-hótelkeðjuna á ótrúlegum stað með ótrúlega spennandi hóteli sem veitir þér sanna upplifun af staðnum.“

Ian Schrager hefur nýtt hæfileika sína til að hanna, upphugsa og skipuleggja hótelið þannig að það öðlist töfrandi andrúmsloft sem er einstakt fyrir þetta hótel. The Reykjavík EDITION er hannað undir leiðsögn ISC design (Ian Schrager Company) í samstarfi við íslensku arkítektastofuna T.ark og Roman and Williams í New York og fangar á fínlegan hátt anda Reykjavíkur, sneiðir hjá klisjum og heldur á sama tíma fast í þá fágun og stíl sem EDITIONvörumerkið er þekkt fyrir.

Með útsýni yfir höfnina og tilkomumikla fjallasýn er hótelið fullkomlega staðsett í hjarta borgarinnar: við hliðina á Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsinu – með sínum marglita glerhjúp sem hannaður var af íslensk-danska listamanninum Ólafi Elíassyni – og í göngufjarlægð frá Laugaveginum, aðalverslunargötu miðbæjar Reykjavíkur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EDITION Hotels (@editionhotels)

Auglýsing

læk

Instagram