„Þetta vatt heldur betur upp á sig“

[the_ad_group id="3076"]

Reykjavíkurdóttirin Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona og tónlistarkona, tók ásamt bestu vinkonum sínum þátt í Söngvakeppninni. Ástríða Dísu liggur á sviðinu, þar segist hún njóta sín best í hringiðu lífsins og margra verkefna. Ástfangin og nýgreind með ADHD segir hún stærsta verkefni lífs síns að reyna að hafa minna að gera.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni á áskriftarvef Birtíngs.

Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

Dísa er ein af stofnendum Reykjavíkurdætra en fyrir níu árum sá hún auglýsingu um kvennarappkvöld fyrir konur og kynsegin einstaklinga og tók ásamt fleirum upp lag til að auglýsa kvöldið. „Lagið er fyrsta lagið sem Reykjavíkurdætur gáfu út. Mjög sérstakt og eiginlega fáránlegt að byrja svona í hljómsveit. Ég var nýkomin úr sambandi, fór til að hafa gaman með góðri vinkonu og prófa eitthvað nýtt í stað þess að hanga þunglynd heima. Þetta vatt heldur betur upp á sig,“ segir Dísa sem segir aldrei hafa hvarflað að henni að hætta.

„Stundum hef ég hugsað að það væri kannski skynsamlegt fyrir geðheilsu að minnka við mig, en ég bara tími ekki að hætta í þessari hljómsveit. Ég yrði með FOMO [hræðsla við að missa af] allan sólarhringinn. Það er svo mikill kraftur sem fylgir hljómsveitinni. Þetta er mikil vinna en líka svo mikil fjölskylda, bestu vinkonur mínar bæði í vinnu og utan hennar og ég lít svo upp til þeirra allra, þær eru fyrirmyndirnar mínar í einu og öllu,“ segir Dísa og segist ekki vita hvað verður. „Ég sá ekki endilega framtíðina fyrir mér sem rappari. Ég brenn mest fyrir því að vera leikkona því ég vil segja sögur. Meðan ég get gert bæði er það geggjað og ég mun gera það eins lengi og ég hef tíma til og það er platform fyrir því.“ Þannig að þið munið spila fyrir barnabörnin? „Já, það væri bara svolítið kúl.“

Staurblint óþolandi örverpi

[the_ad_group id="3077"]

Dísa er fædd og uppalin í Reykjavík og á tvo eldri bræður. „Ég er óþolandi örverpi. Ég var og er staurblind með mínus 11 eða eitthvað og var frekar slök sem barn, alltaf. Svo fékk ég gleraugu og varð ákveðnari og vissi hvað ég vildi af því ég sá hvað var í boði,“ segir Dísa og hlær. „Ég var frekar mikill lúði í grunnskóla þannig að ég varð aldrei neinn vandræðaunglingur, blessunarlega bara – tók það út síðar.

Ég fékk nýlega ADHD-greiningu og svona eftir á að hyggja útskýrir það margt úr barnæskunni. Ég held að sem barn hafi ég „feikað“ að halda mér rólegri svo fólk myndi ekki sjá hvað hausinn á mér og athyglin væri í miklu rugli. Ég held það hafi líka verið lærð hegðun hjá mér að sem stelpa átti ég að vera stillt og samviskusöm og þetta er hlutverkið sem ég átti að vera í. Inni í mér var ég öskrandi og með hausinn uppi í skýjunum. Ég var að búa til alls konar skemmtilega hluti í kollinum á mér og var gríðarlegur sveimhugi,“ segir Dísa.

Auglýsing

læk

Instagram