Þórólfur:„Í dag er stór dagur“

Síðasti blaðamannafundur Almannavarna, í bili, fór fram í dag. Á fundinum fór Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir yfir tölur dagsins en engin smit greindust síðasta sólarhringinn.

„Í dag er stór dagur þar sem við erum að stíga stór skref í af­léttingum á ýmsum tak­mörkunum hér innan­lands,“ sagði Þór­ólfur meðal annars á fundinum. En tilslakanir á samkomubanni tóku gildi í dag.

„Tveggja metra reglan hefur verið skil­greind að­eins aftur og er orðin val­kvæð, getur maður sagt, upp að vissu marki. Það verður mjög fróð­legt að sjá hvort að þessar stóru að­gerðir og af­létting sem nú er gerð í dag, hversu miklu hún mun skila. Hvort við munum sjá aukningu í smitum á næstu tveimur vikum. Næsta af­létting er fyrir­huguð eftir þrjár vikur og ef allt gengur vel mun ég gera til­lögu til ráð­herra að við munum fara upp í 500 manns en það skýrist betur.“

Þórólfur sagði einnig að verkefnahópur á vegum ríkisstjórnarinnar um opnun landamæra skilaði af sér í dag og þær tillögur verði væntanlega kynntar á næstunni. Hann muni í framhaldi af því koma með tillögur til heilbrigðisráðherra um opnun landamæra og þar muni hann hafa að leiðar­ljósi sýkinga­varnir og sótt­varnir.

Auglýsing

læk

Instagram