Þríeykið með upplýsingafund í dag

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og Embætti land­lækn­is hefur boðað til upplýsingafundar í dag klukkan 14. Fund­urinn verður í Ráðherra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu og er þetta fyrsti upplýsingarfundurinn síðan 25.maí.

Til­efnið fund­arins er opn­un landa­mæra Íslands mánu­dag­inn 15. júní, en þá mun ferðamönn­um bjóðast að gang­ast und­ir sýna­töku vegna kór­ónu­veirunn­ar, sæta sótt­kví í 14 daga eða fram­vísa gildu vott­orði þess efn­is að þeir séu ekki smitaðir af kór­ónu­veirunni.

Lítið hefur verið um greind smit hér­lend­is und­an­farn­ar vik­ur og eru aðeins þrír með virkt smit eins og er.

Þetta kemur fram á vef mbl.is

Auglýsing

læk

Instagram