Þrjár sýningar af fjórum færðar inn í september

BJÖRK ORKESTRAL – LIVE FROM REYKJAVIK

Björk og Iceland Airwaves hafa ákveðið að færa fyrstu þrjár sýningar af fjórum frá tónleikaröðinni Björk Orkestral – Live from Reykjavík inn í september í kjölfar þess að nýjar reglur frá Almannavörnum um fjöldatakmarkanir voru kynntar.


Tónleikaröðin átti að fara fram 9., 15., 23., og 29. ágúst. Tónleikarnir 29. ágúst verða óbreyttir en  nýju dagsetningarnar fyrir hina þrjá tónleikana eru 13., 19. og 28. september. Þetta þýðir að síðasta sýningin verður sú fyrsta og röð tónleikanna breytist einnig.

 

Hér eru nýju dagsetningarnar fyrir allar fjórar sýningar:

 

  1. Laugardagur 29. ágúst kl. 17: Björk með 15 manna strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands – ENGIN BREYTING
  2. Sunnudagur 13. september kl. 17: Björk með blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, flautuseptetinum Viibra, Katie Buckley – Harpa, Jónas Sen – ÁÐUR 23. ÁGÚST
  3. Laugardagur 19. september kl. 17: Björk með Hamrahlíðarkórnum, stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir, Bergur Þórisson – Orgel – ÁÐUR 9. ÁGÚST
  4. Mánudagur 28. september kl. 20: Björk með strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, stjórnandi Bjarni Frímann Bjarnason – ÁÐUR 15. ÁGÚST


,,Við hlökkuðum mikið til að koma saman í byrjun ágúst en heilsa og öryggi gesta og starfsfólks er er ávallt í fyrrirúmi og að öllum reglum sé fylgt. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hefta útbreiðslu á vírusnum og við munum halda áfram að fylgjast grannt með tillögum yfirvalda,“ segir í tilkynningu.

Allir miðar eru enn gildir fyrir nýju dagsetningarnar. Ef nýja dagsetningin hentar ekki geta miðahafar óskað eftir endurgreiðslu með því að senda tölvupóst á midasala@harpa.is innan við 7 daga frá deginum í dag, eða í síðasta lagi 14. ágúst. Þar sem allir tónleikarnir voru orðnir uppseldir er því miður ekki hægt að færa sig á milli sýninga og eins og er getum við því miður ekki orðið við neinum slíkum beiðnum.

,,Við biðjumst afsökunar á óþægindum sem þetta hann að valda og vonumst til að sjá ykkur öll þegar það verður hægt á ný.“

Auglýsing

læk

Instagram