„Þú verður að fara út fyrir kassann. Því það mun halda þér lifandi“

Hjónin Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson mættu í hlaðvarpið ÞÍN EIGIN LEIÐ með Friðriki Agna og opnuðu sig um sjálfstrú, að grípa gæsina, fylgja innsæinu, mikilvægi þess að fara út fyrir kassann og hvað þeir vonast til að skilja eftir sig.

Ef að hjartað leitar stöðugt í eitthvað þá er það vísbending. Það er verið að leiða þig áfram og ef þú treystir og trúir þá munt þú verða leiddur áfram veginn á þann stað sem þér var ætlað að vera á.

Bergþór og Albert tala báðir um áhugamálin sín og ástríður og hvernig þeir hafa leyft sér að fylgja þeim eftir. Þeir segja einnig að það er ekki nóg að bara gera heldur líka að trúa og sjá fyrir sér. Ekkert gerist af sjálfu sér.

Það er gott að eiga sér fyrirmyndir og er pabbi hans Bergþórs (Páll Bergþórsson) mikil fyrirmynd þeirra beggja. Hann er alltaf spenntur fyrir nýjum hlutum og forvitinn eins og barn. Það er svo mikilvægt að vera spenntur og opinn fyrir að læra því þannig helst maður lifandi. Páll Bergþórsson nálgast 100 árin en er ennþá að sinna áhugamálum sínum af miklum eldmóði.

Í lokahnykknum á þættinum svara Bergþór og Albert djúpum spurningum. Í svörunum kemur m.a. fram að Albert hefði kannski viljað koma úr skápnum fyrr en segir að sama skapi hafi hann ekki verið tilbúinn fyrr. Bergþór segist óska þess að hann hafi alltaf valið áfengislausan lífsstíl því hann sjái enga kosti við það að neyta áfengis nú þegar hann er áfengislaus.

Að lokum segjast þér vonast til að skilja góðsemi eftir sig í hjörtum þeirra sem hafa orðið á vegi þeirra á lífsleiðinni.

Hlustið á allt viðtalið hér á Spotify. Einnig aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsmiðlum:

Auglýsing

læk

Instagram