Tónlistarmaðurinn Jónsi gefur út sína fyrstu sólóplötu í áratug

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Jónsi, forsprakki Sigur Rósar, tilkynnir með stolti um útgáfu á Shiver, sinni fyrstu sólóplötu í áratug.

Platan kemur út 2. október á vegum Krunk útgáfunnar. Tónlistarkonurnar Liz Fraser úr Cocteau Twins og Robyn koma báðar fram á nýju plötunni og stofnandi PC Music, A.G. Cook, sér um upptökustjórn að hluta.

Í dag kemur út lagið „Swill“ af plötunni ásamt tónlistarmyndbandi leikstýrt af Barnaby Roper með hreyfihönnun eftir Pandagunda.

Forpantaðu / vistaðu Shiver HÉRNA

Auglýsing

Horfðu / hlustaðu á „Swill“ HÉRNA

Í Shiver er kafað djúpt ofan í mannlega vitund okkar og tengingu við náttúruna þar sem lífrænn og draumkenndur hljóðheimur Jónsa mætir vélrænni og framúrstefnulegri upptökustjórn A.G. Cook. Með þessu óvenjulega samstarfi heldur Jónsi áfram að þenja út mörk listformsins og skynjunar okkar.

Jónsi hélt sína fyrstu einkasýningu í hinu virta myndlistargalleríi Tanya Bonakdar Gallery í Los Angeles þar sem verk hans könnuðu áhrif hljóðs á fleiri skynfæri en bara eyrun. Síðustu ár hefur Jónsi þróað listsköpun sína í gegnum samstarfsverkefni með listamönnum á borð við Doug Aitken, Ólaf Elíasson, Merce Cunningham og nú síðast listamanninum og tónskáldinu Carl Michael von Hausswolf, en með honum stofnaði Jónsi tónlistarverkefnið Dark Morph.

Sem listamaður hefur Jónsi alltaf unnið þvert á miðla og teygt sig út út fyrir ramma tónlistarinnar. Hann hefur meðal annars rannsakað og þróað mismunandi lykt og ilmi í fjöldamörg ár og sameinað þá iðju með öðrum listformum (innsetningarnar á sýningunni hans báru hver sína eigin einkennislykt).

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram