Uber svipt starfsleyfinu í London

Leigubílaþjónustan Uber hefur verið svipt starfsleyfi í Lundúnum vegna brota á öryggisreglum sem sagðar eru ógna öryggi farþega. Þetta kom fram á vef Rúv.

Fyrirtækið ætlar að berjast gegn þessari ákvörðun og segir hana bæði óvenjulega og ranga. Uber getur starfað út starfsleyfið og hefur 21 dag til þess að kæra ákvörðuninni.

Einn stærsti öryggisgallinn í kerfum Uber er sá að bílstjórar, sem ekki eru með akstursleyfi, geta tengt myndir af sér við leyfi annarra bílstjóra og geta þess vegna tekið farþega og ekið með þá ótryggðir.

Auglýsing

læk

Instagram