Uppistand Trevor Noah fært til 2021

Uppistandið með Trevor Noah sem átti upphalega að fara fram 26. maí 2020 í Laugardalshöll hefur verið fært til 8. maí 2021, vegna útbreiðslu COVID-19 vírussins og afleiðinga hans.

Trevor er þekktasti grínisti Afríku, þáttastjórnandi Emmy verðlaunaþáttanna The Daily Show, hefur selt upp sýningar í fimm heimsálfum og hefur skrifað, framleitt og farið með aðalhlutverkið í átta grín sérþáttum (e. comedy special), en sá nýjasti er „Son of Patricia“ á Netflix. Hann er þekktur um allan heim fyrir að taka á pólítik og fréttum samtímans með innsæi og húmor sem hittir í mark.

Miðar á viðburðinn gilda sjálfkrafa áfram á nýju dagsetninguna og miðahafar þurfa ekkert að aðhafast. Ef þessi nýja dagsetning hentar ekki geta miðahafar óskað eftir endurgreiðslu fyrir 13. október með því að senda beiðni á info@tix.is. Allir miðahafar hafa nú þegar fengið póst um málið.

,,Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi breyting kann að valda en um leið þökkum við fyrirfram fyrir þolinmæðina og skilninginn,“ segir í tilkynningu frá Senu.

Auglýsing

læk

Instagram