Útilokar ekki hertari aðgerðir

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir, greindi frá því á upplýsingafundi Almannavarna í morgun að hann úti­loki ekki að herða þurfi að­gerðir að nýju vegna fjölda smita sem greindust innanlands um helgina.

En tvær hópsýkingar komu upp þar sem alls 44 einstaklingar greindust með Covid-19. Þar af eru 36 smit rakin til leikskólans Jörfa.

„Öll þessi smit áttu sér stað áður en byrjað var að slaka á á landa­mærunum,“ sagði Þór­ólfur. Sem sagði einnig að ef upp kæmu fleiri smit, sérstaklega í tengslum við leikskólann Jörfa, þá gæti vel komið til greina að grípa til hertari aðgerða.

„En það er ekki ljóst á þessari stundu.“

Auglýsing

læk

Instagram