Veislan heldur áfram! Múttan, Wyszynski, Annette og jólapartísýningar!

„Veislan heldur áfram og við getum ekki beðið! Við munum bæta við aukasýningum á þær jólapartísýningar sem uppselt er á, og auglýsa það sérstaklega,“ segir í tilkynningu frá Bíó Paradís.

frumsýnd 26. nóvember 
Léttgeggjuð gamanmynd sem skartar Isabelle Huppert í aðalhlutverki sem Patience Portefeux sem á tvær dætur í háskólanámi og aldraða móður á elliheimili. Hún lifir á lúsarlaunum  en dag einn kemst hún á snoðir um yfirgefna hasssendingu og þá stígur hin harðsvíraða glæpadrottning Múttan fram á sjónarsviðið.
 
Myndin er aðlögun á skáldsögu eftir Hannelore Cayre og var þýdd og gefin út á íslensku árið 2019.
Ný pólsk kvikmynd, frumsýnd 25. nóvember 
Átakanlega saga Wysynski prests sem starfaði í neðanjarðarfélagsskap sem skipulagði hernaðarlegar aðgerðir á bak við tjöldin í aðdragana uppreisnarinnar í Varsjá.
Bíó Paradís sýnir nýjar pólskar kvikmyndir, sem eru sýndar á sama tíma og í heimalandinu.
Jólamynd Bíó Paradís í leikstjórn Leos Carax með Adam Driver og Marion Cotillard í aðalhlutverkum
frumsýnd 10. desember 
Stórkostleg söngleikjamynd í leikstjórn Leos Carax með þeim Adam Driver og Marion Cotillard sem sló í gegn á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hann vann sem besti leikstjórinn og myndin vann fyrir bestu tónlistina.
Jólin verða í Bíó Paradís, upplifunarbíó sem bragð er af! 
SVARTIR SUNNUDAGAR
sunnudaginn 28. nóvember 
Þessi umdeilda hryllingsmynd Tod Browning segir frá fallegri loftfimleikakonu sem trúlofast leiðtoga furðusýninga-atriðanna í sirkusnum en atburðarrásin tekur myrka stefnu þegar vinir hans í sirkusnum uppgötva að hún er aðeins á höttunum eftir arfinum hans.
Sýnd á Svörtum Sunnudegi 28. nóvember kl 20:00!
FÖSTUDAGSPARTÍSÝNING
PULP FICTION – 26. nóvember Föstudagspartísýning
ÞETTA ER SVO GRJÓTHART að við þurfum ekki að ræða það frekar. næsta!
OG ÞÁ AÐ JÓLAPARTÍSÝNINGUNUM! EINN TVEIR OG JÓLASVEINN!
 
LOVE ACTUALLY – 3. desember.
TO ME, YOU ARE PERFECT! Aukasýning verður tilkynnt innan skamms.
THE HOLIDAY 10. desember
(Boðið verður upp á aukasýningar, nánar auglýst síðar)

ELF – guð minn góður, – hann er auðvitað geggjaður hann WILL FERREL! Og ZOOEY er geggjuð söngkona! JÓLAPARTÍSÝNING 11. desember.

BATMAN RETURNS – 18. desember

DIE HARD á annan í jólum! Hversu TÖFF ER ÞAÐ? Geggjað! Jólaspil hvað?

Og ekki má gleyma börnunum! ÞRJÁR DÁSAMLEGAR JÓLAFJÖLSKYLDYBÍÓ sýningar
HOME ALONE – 4. desember kl 15:00
ÞAÐ ER MÖST AÐ HORFA SAMAN Á HOME ALONE FYRIR JÓLIN! 
HOME ALONE 2: LOST IN NEW YORK – okok. Rólegann æsing. Við horfum auðvitað líka á HOME ALONE 2 á jólafjölskyldusýningu! 5. desember kl 15:00.
I´TS A WONDERFUL LIFE – 19. desember kl 15:00
Dásamleg klassík, sem á hug og hjörtu margra.

Auglýsing

læk

Instagram