Vinningshafi 8 milljóna beðinn um að hafa samband

Dregið var í happdrætti DAS í dag og var aðalvinningurinn að þessu sinni 8 milljónir. Vinningurinn kom á miðanúmer 52252.

Ekki hefur náðst í vinningshafann, sem Reykvíkingur á sjötugsaldri, og hefur enginn svarað í þau númer sem hann hefur gefið upp.

Eig­andi miðanúm­ers­ins 52252 er beðinn um að hafa sam­band við DAS í síma 561-7757.

Auglýsing

læk

Instagram