Auglýsing

Vopnað rán í Vesturbænum

Um klukkan tvö í dag var framið vopnað rán á skyndibitastaðnum Chido, við Ægisgötu í Reykjavík. Þessu er greint frá á vef vísis

Þar kemur fram að fréttstofu vísis hafi borist ábendingar frá vitnum sem sáu fjölmennt lið sérsveitamanna og lögreglumanna mæta á vettvang ránsins, á þriðja tímanum í dag.

Að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns á aðgerðar- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, barst tilkynning um ránið um tvöleytið. Ræninginn, sem ógnaði starfsfólki með hníf, fékk einhverja tugi þúsunda upp úr krafsinu áður en hann flúði af vettvangi. Leit stendur yfir að manninum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing