Æsileg píslarsaga Gunnars Helgasonar: Köld kótiletta sendi hann á sjúkrahús

Skemmtikrafturinn Gunnar Helgason komst ekki á Neistaflug í Neskaupstað en hann hefur stýrt hátíðinni ásamt Felix Bergssyni frá árinu 1999.

Felix hafði upplýst í Facebook-færslu að Gunnar væri ekki heill heilsu og nú hefur Gunnar sjálfur upplýst um ástæður forfallanna. Allt hófst þetta með kaldri kótilettu.

Gunnar segir frá þessu í ítarlegri færslu á Facebook-síðu sinni, sem má sjá hér fyrir neðan. Hann mætti í reisugil í sumarbústað vinafólks og fékk þar kaldar grísakótilettur. „Það vildi þá ekki betur til en að kaldur grísabiti festist semsagt í vélindanu,“ segir hann.

Upphófst á æsileg atburðarás þar sem fólk reyndi að hjálpa honum að ná kótilettunni úr hálsi hans með ýmsu aðferðum. Kom þar Heimlich, vatn og meira að segja snafs við sögu.

Hann var svo fluttur til Reykjavíkur og rétt fyrir klukkan tvö mætti yfirlæknir meltingarsviðs.

[…]Og hafði snarar hendur, svæfði mig og fór ofan í vélindað með myndavél og háf og náði kjötbitanum, sem var á stærð við krónupening. Hann notaði tækifærið og tók sýni úr vélindanu þvi að öllu eðlilegu ætti svona lítill biti ekki að festast.

Hann komst svo að því að hann er með Rauðkyrningasótt. Hér má sjá ítarlega færslu Gunnars Helgasonar.

Hér kemur smápíslarsaga Gunnars aumingja Helgasonar. Hún er algerlega sönn og hvergi fært í stílinn nema á augljósum stö…

Posted by Gunnar Helgason on Saturday, August 1, 2015

Auglýsing

læk

Instagram