9 áhugaverðar Airbnb íbúðir á höfuðborgarsvæðinu

Fjöldi íslendinga drýgir nú tekjur sínar með hjálp vefsins Airbnb. Þar er hægt að leigja út íbúðir, herbergi og húsbíla svo fátt eitt sé nefnt. Við tókum saman nokkrar af íbúðunum sem eru til leigu á höfuðborgarsvæðinu og vöktu athygli okkar.

 

9. Íbúð í Hlíðunum þar sem megnið af innbúinu fæst í Hrím. Nóttin í þessari íbúð kostar rúmar 17 þúsund krónur.


8. Þessi íbúð í miðbænum er með lime grænt gólf (var Flubber fundið upp hér?) og er hún leigð út á rúmar 15 þúsund krónur fyrir nóttina.

flubber

7. Þessi íbúð í miðbænum minnir okkur á Advania. Nóttin í henni kostar rúmar sjö þúsund krónur.

3

6. Með þessari íbúð á Njálsgötu fylgir forláta nuddstóll. Það kostar ekki nema rúmar 13 þúsund krónur að gista hér eina nótt og er það eflaust afar huggulegt. Í íbúðinni er pláss fyrir sex manns en bara pláss fyrir einn í einu í nuddstólnum.

9

5. Þessi íbúð á Grettisgötu minnir helst á Versali í Frakklandi. Að vísu er mun ódýrara að gista í henni en í Versölum. Nótt í íbúðinni á Grettisgötu kostar einungis 30 þúsund krónur.

4

4. Einbýlishús í Brekkugerði hannað af Högnu Sigurðardóttur arkitekt er leigt út á 125 þúsund krónur fyrir nóttina. Húsið er 307 fermetrar að stærð og búið fimm svefnherbergjum, sundlaug og pool-borði.

5

3. Þessu húsi í Kópavogi er lýst sem fullkomnu húsnæði fyrir náttúru- og hestaunnendur. Nóttin í því kostar 44 þúsund krónur.

hestar

2. Íbúð á Ránargötu í Vesturbænum er til leigu fyrir tæpar 24 þúsund krónur nóttina. Í henni eru fjögur svefnherbergi og fimm rúm.

6

1. Þessi íbúð úti á Granda er búin mörgum svörtum húsgögnum og dásamlegu útsýni yfir sjóinn. Hún er til leigu á 30 þúsund krónur fyrir nóttina og í henni geta verið tveir gestir.

78

Auglýsing

læk

Instagram