Allt sem þú vissir ekki um manninn á bakvið Gerðiþaðekki

Akureyringurinn Þorsteinn Baldvinsson er maðurinn á bakvið myndband Nútímans við lagið Gerðiþaðekki. Myndbandið hefur slegið rækilega í gegn og hreinlega sett internetið á hliðina — allavega á Íslandi.

Sjá einnig: Popplag Sveinbjargar í Kastljósinu: Ég hefði átt að Gúggla betur …Gerði það ekki!

Þorsteinn er einnig þekktur undir nafninu Stony. Hann vakti heimsathygli í auglýsingaherferð Pepsi fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta. Þar var hann í aðalhlutverki á móti fótboltahetjum á borð við Lionel Messi, Robin van Persie, David Luiz, Sergio Aguero og að sjálfsögðu okkar eigin Gylfa Sigurðssyni.

Stony vakti fyrst athygli á Youtube rás sinni, Stony’s World. Myndband þar sem hann endurleikur lag Macklemore og Ryan Lewis, Can´t Hold Us, með skemmtilegum tilþrifum hefur vakið gríðarlega athygli og hefur þegar þessi orð eruð rituð verið skoðað meira en milljón sinnum.

Myndbandið hafnaði í fanginu á sjónvarpsmanninum Ryan Seacrest sem valdi það í keppni á netinu þar sem það fékk mjög góðar viðtökur. Í kjölfarið lenti það á borðinu hjá forsvarsmönnum Pepsi í Bandaríkjunum sem líkaði myndbandið það vel að þeir nýttu hugmyndina og réðu Stony til að leika aðalhlutverk í einni stærstu auglýsingaherferð síðasta árs.

Hann sendi svo frá sér smellinn Feel Good síðasta sumar og var tilnefndur til Hlustendaverðlaunana 2015 sem nýliði ársins og fyrir myndband ársins.

https://www.youtube.com/watch?v=oHYRzhPZD5s

Þorsteinn stal svo senunni á ráðstefnunni Sko í Hörpu í október í fyrra þegar hann sýndi nýtt myndband þar sem hann rekur hvernig netið skaut honum upp á stjörnuhimin á örskömmum tíma og kom honum í samband við alþjóðleg fyrirtæki og stórstjörnur.

Talað var um að allir í salnum hafi fengið gæsahúð þegar þau sáu þetta myndband:

Hann var alveg ótrúlega snöggur að hrista Gerðiþaðekki fram úr erminni. Minna en tíu klukkutímum eftir að Nútíminn hafði samband skilaði hann frá sér þessu stórkostlega myndbandi:

Auglýsing

læk

Instagram