Arnar Eggert játar að hann fílar lag með Creed: „Hvað á maður að gera? Gæsahúð er gæsahúð“

Auglýsing

Tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen hefur játað að hann fíli lagið My Own Prison með hljómsveitinni Creed. Hann óttast að orðspor sitt sé ónýtt en stendur þrátt fyrir það keikur við játningu sína.

Játningin er djörf þar sem hljómsveitin Creed er ekki hátt skrifuð hjá tónlistarspekingum. Margir setja hana í sama flokk og hljómsveitina Nickelback, sem er af mörgum talin sú versta í heimi.

Arnar hefur verið einn fremsti tónlistarspekingur þjóðarinnar um árabil. Hann hefur fjallað um tónlist á síðum Morgunblaðsins og víðar ásamt því að hafa sótt sér doktorsgráðu  í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla. Þar var hann undir handleiðslu prófessor Simon Frith, eins helsta fræðimanns samtímans á sviði dægurtónlistarfræða.

„Ég var að leggja lokahönd á fyrirlestur vegna kennslu hér í HÍ og var í djúpum þönkum yfir tímamótakenningu Elisabeth Noelle-Neumann um Þagnarsveipinn eða „The Spiral of Silence“,“ segir Arnar Eggert í samtali við Nútímann.

Kenningin gengur út það á að ef maður skynjar að skoðun manns sé í minnihluta eða óvinsæl, þá velji maður oftast að þegja, af ótta við samfélagslega útskúfun.

Auglýsing

Arnar Eggert játaði þetta fyrir vinum sínum á Facebook og segist þar ekki óttast samfélagslega útskúfun. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og einn vina Arnars velti fyrir sér hvort háttsemin, að fíla lag með Creed, sé refsiverð. Arnar sagði Nútímanum nánar frá tilurð játningarinnar:

„Á öðrum kaffibolla svall mér svo móður, og vegna allra þessara pælinga, ákvað ég að ryðjast fram með þessa játningu, að ég fíla My own Prison með Creed og það í ræmur. Og ætla að standa keikur við hana,“ segir hann.

„Eftir sem áður óttast ég þó gríðarlega að orðspor mitt sé með öllu ónýtt og Dr. Gunni og þeir allir muni fara þvert yfir götuna er þeir mæta mér. En hvað á maður að gera? Gæsahúð er gæsahúð.“

Hér geturðu hlustað á lagið og fyrir neðan er tímamótakönnun

Fáum þetta á hreint


Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram