Auglýsing

Ásmundur sagði SS-sveitir vilja koma í veg fyrir að eitthvað gerist á Vestfjörðum

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði SS-sveit sérfræðinga að sunnan koma í veg fyrir fiskeldi á Vestfjörðum í umræðum á Alþingi í vikunni. Hann sagðist ekki hafa verið að nota líkingu við sérsveit nasista.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata gerði athugasemd við orðanotkun Ásmundar og að hann not­aði lík­indi við sér­sveitir nas­ista við umræður á Alþingi.

Ásmundur svaraði og sagðist ekki hafa verið að vísa í SS-sérsveitir nasista heldur hafi hann verið að meina sérfræðingar að sunnan.

SS-sveit­irnar voru örygg­is- og her­sveitir þýska Nas­ista­flokks­ins í seinni heimsstyrjöldinni og báru ábyrgð á gífurlegu mannfalli á meðan stríðinu stóð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing