Átta mest lesnu fréttir vikunnar á Nútímanum

Frábær vika að baki á Nútímanum og enn viljum við þakka lesendum og auglýsendum fyrir að sjá til þess að vefurinn er til. Öll eruð þið frábær!

Hér eru átta mest lesnu fréttir vikunnar:

 

8. Slær á orðróminn: B5 ekki á leiðinni úr Bankastræti

Þrálátur orðrómur hefur verið um að forsvarsmenn 66°Norður vilji stækka verslun sína í Bankastræti 5 inn í rýmið þar sem skemmtistaðurinn B5 er til húsa. B5 er einn allra vinsælasti skemmtistaður landsins og hefur verið undanfarin ár en þar á bæ kannast menn ekki við að vera á faraldsfæti. Smelltu hér til að lesa fréttina.

 

 

7. Ölgerðin hættir að framleiða Grape ef salan eykst ekki

Ölgerðin íhugar að hætta framleiðslu á Egils Grape en salan hefur verið undir væntingum síðustu ár. Grape hefur verið sett í nýjar umbúðir í von um að salan taki við sér en þessi sögufrægi drykkur er kominn á síðasta séns. Smelltu hér til að lesa fréttina.

6. Tendsetterinn biðst afsökunar: Hættir að blogga

„Kannski gekk grínið of langt með tímanum, hætti að vera fyndið og varð í staðinn særandi. Höfundi Trendsettersins finnst það miður og vill hann biðja alla þá einstaklinga sem fannst skrif hans vera særandi innilegar afsökunar.“ Smelltu hér til að lesa fréttina.

5. Umtalaðasta málverk landsins ferðast milli líkamsræktarstöðva

World Class í Laugum er vinsælasta líkamsræktarstöð landsins þannig að það er skiljanlegt að málverkið veki mikla athygli nú. Og Bjössi er að vonum ánægður með verkið. „Þetta er málverk í sama stíl og mörg Erró verk og mjög flott,“ segir hann. Smelltu hér til að lesa fréttina.

4. Jökull í Kaleo of myndarlegur fyrir Kate Moss

Jökull segir að Kate hafi verið virkilega hress. „Svo sem ekkert meira um það að segja. Þetta var mjög skemmtilegt og svolítið öðruvísi að spila í þessu partíi. Það voru margir skemmtilegir karakterar þarna og allir hressir á því.“ Smelltu hér til að lesa fréttina.

3. Rassinn sem setti heiminn á hliðina baðar sig í Bláa lóninu

Athafnakonan Amia Miley baðaði sig í Bláa lóninu á dögunum. Hún er eigandi tískumerkisins Fashkilla og fyrrverandi klámmyndaleikkona ásamt því að hafa óvart lent í miðju fjölmiðlafárs fyrir tveimur árum ásamt Kanye West og Kim Kardashian. Smelltu hér til að lesa fréttina.

2. Trendsetterinn tekur bloggara fyrir: Hvorki fyndið né fallegt

Nokkrir af vinsælustu tískubloggurum landsins blogga á vefsíðunni Trendnet. Elísabet Gunnarsdóttir, eigandi Trendnets, segist hafa tekið eftir óskemmtilegum athugasemdum á samfélagsmiðlum um sig og meðbloggara sína eftir að Trendsetterinn hóf að blogga. „Sem auðvitað er ekki gaman að sjá,“ segir hún. Smelltu hér til að lesa fréttina.

1. Afhjúpa átta ára leyndarmál: Hver lak lagi Silvíu Nætur

Heimildaþáttaröðin vinsæla Árið er, íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, snýr aftur á Rás 2 um helgina. Í fyrsta þættinum, Árið er 2006, verður meðal annars farið yfir Eurovisionævintýri Silvíu Nætur, þar sem afhjúpað verður hver lak laginu Til hamingju Ísland á netið áður en lögin í Söngvakeppni sjónvarpsins voru kynnt fyrir landsmönnum. Smelltu hér til að lesa fréttina.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af einni einustu frétt.

Auglýsing

læk

Instagram