Bakþankar aftur á baksíðu Fréttablaðsins

Bakþankar Fréttablaðsins hafa snúið aftur á baksíðu blaðsins eftir nokkur ár í dægurmálahluta blaðsins. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og DV, fagnar þessu og talar um endurreista bakþanka á bloggi sínu.

„Þekktir stílistar skrifuðu þar í gamla daga hnyttið koserí um daginn og veginn. Svo var bankþönkum vísað í útlegð sem bakverkur aftan við textreklame, sem nú kallast kynningar,“ skrifar Jónas.

Jón Gnarr og Gerður Kristný eru á meðal þeirra sem skrifuðu bakþanka áður fyrr og Jónas segir að eftir að bakþankarnir voru færðir inn í blaðið hafi þeim fækkað fljótt sem höfðu eitthvað að segja.

Við tók sjálfhverf þegnskylda krútt-blaðamanna. Á baksíðu fór hins vegar langdregið moð um fræga fólkið, sem er frægt fyrir að vera frægt. Stílistar flúðu í blogg og á fésbók.

Hann segir að nú sé komin betri tíð með blóm í haga.

Auglýsing

læk

Instagram