Auglýsing

Bandaríski ferðamaðurinn villtist inn á fund í Bláa lóninu, kennir GPS-tækinu um

Bandaríski ferðamaðurinn Noel Santillan villtist aftur í gær. Hann var á leiðinni í Bláa lónið og studdist við GPS-tækið sem leiddi hann á rangan stað. Þetta kemur fram á Vísi.

Saga Noels hefur vakið gríðarlega athygli en hann varð landsfrægur í vikunni þegar hann keyrði óvart á Laugarveg á Siglufirði þegar hann ætlaði á Hótel Frón á Laugavegi.

Sjá einnig: Loksins kominn botn í málið, stafsetningarvillan var á bókun bandaríska ferðamannsins

„Ég endaði í skrifstofuhúsnæði, gekk inn í fundarsal en þar var fundur og mér til furðu voru þar saman komnir starfsmenn Bláa lónsins,“ segir Noel á Vísi.

Þegar ég knúði dyra horfðu þau á mig undrandi; hvað er þessi maður að vilja? Ég sagði þeim að ég væri að fara í Bláa lónið og þá spurðu þau mig hvort ég væri sá sem hefði ekið alla leið norður á land? Ég sagði þeim að svo væri og þá hlógu þau öll og vildu stilla sér upp á mynd með mér.

Noel segir á Vísi að í þetta skipti hafi þetta alfarið verið GPS-tækinu að kenna en í samtali við Vísi segir starfsmaður Bláa lónsins að hann hafi gleymt að beygja hjá afleggjaranum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing