Bangladeskur aðdáandi íslenska landsliðsins: saumaði risastóran íslenskan fána og komst í fréttirnar

Íslenska landsliðið í fótbolta hefur slegið í gegn á HM í Rússlandi og mikið verið fjallað um liðið frá litlu eyjunni lengst norður í Atlantshafi. Liðið hefur fengið aðdáendur um heim allan, meðal annars í Bangladess.

Sayeed Mojumder hefur vakið mikla athygli á Twitter fyrir að vera gallharður stuðningsmaður íslenska landsliðisins. Hann saumaði meðal annars risastóran íslenskan fána og komst í fréttirnar þar í landi.

Sayeed heillaðist af íslenska landsliðinu og landinu sjálfu. Hann heldur að sjálfsögðu með Íslandi á HM og sýndi stuðning sinn í verki og saumaði  risastóran íslenskan fána.

Þetta uppátæki hans vakti athygli í heimalandinu og komst Sayeed í landsfréttirnar á dögunum.

Sayeed birtir skemmtilegt myndband af fréttinni á Twitter þar sem hann talar um af hverju hann haldi með Íslandi á HM, sýnir fánann og auðvitað, eins og sannur íslenskur aðdáandi, tekur hann HÚH-ið fyrir myndavélarnar.

Auglýsing

læk

Instagram