BBC fjallar um íslenskar kirkjur: „Líta út eins og híbýli huldufólks úr íslenskum þjóðsögum”

Á menningarvef breska fjölmiðilsins BBC í dag má finna ítarlega umfjöllun um íslenskar kirkjur. Þar er farið yfir hvað gerir íslenskar kirkjur svo sérstakar og saga kristninnar á Íslandi rekin.

Þar er sagt að erfitt væri að tengja byggingarnar ,sem falla vel inn í landslag Íslands, við kristna trú ef ekki væri fyrir krossana sem hanga við þær.

„Þessar geometrísku og oft ósamhverfu byggingar líta út eins og híbýli huldufólks úr íslenskum þjóðsögum. Í raun og veru eru þetta einfaldlega íslenskar túlkanir á byggingum sem finnast í flestum borgum og bæjum í heiminum: kirkjur.”

Í greininni segir að kirkjurnar séu gott dæmi um einstaka sýn Íslendinga á móderníska byggingarlist og að þær séu undir áhrifum frá sögu og náttúru landsins.

Hallgrímskirkja er sögð besta dæmið um byltingu í íslenskri byggingarlist á 20. öldinni. Einnig er fjallað um Stykkishólmskirkju, Blönduóskirkju og Ólafsvíkurkirkju í þessari stórskemmtilegu grein sem má lesa í heild sinni með því að smella hér.

 

Auglýsing

læk

Instagram