Beðnar um að fara stutt pils og setja brjóstin upp

Starfs­kon­ur aug­lýs­inga­deild­ar sjónvarpsstöðvarinnar iSTV voru beðnar um að fara í stutt pils, háa hæla, setja upp brjóst­in, fara í flegn­ar skyrt­ur og fara þannig með samn­inga til þeirra sem þurftu að skrifa und­ir. Þetta kemur fram á Mbl.is.

Jóna María Haf­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi starfsmaður iSTV, segir að Þorsteinn Steingrímsson, stjórnarformaður stöðvarinnar, hafi borið upp fyrr­greinda bón þegar hon­um fannst sem ekki hefði tek­ist nógu vel að selja aug­lýs­ingapláss.

Á Mbl.is kemur fram að starfs­fólk aug­lýs­inga­deild­ar­inn­ar hafi brugðist illa við bón­inni og spurt Þor­stein hvort hann vildi ekki frem­ur ráða inn gleðikon­ur. Hann sagðist vel getað hugsað sér það.

Þorsteinn staðfestir þetta í viðtali á Mbl.is og segist hafa tekið starfs­menn aug­lýs­inga­deild­ar­inn­ar á teppið vegna lé­legs ár­ang­urs.

Ég sagði við þær að annað hvort væru þær ómögu­leg­ar sölu­kon­ur eða að gera hlut­ina rangt. Maður hef­ur sig huggu­leg­an og ger­ir sig til fyr­ir viðskipta­vin­inn. Þá spurðu þær hvernig ætti að gera það. Ég sagði að maður þyrfti að vera í huggu­leg­um klæðnaði. Þið þurfið að dressa ykk­ur upp sagði ég. Jafn­vel að vera í stutt­um pils­um. Þetta sagði ég og meina það og dreg ekk­ert úr því.

iSTV fór upphaflega í loftið 17. júlí en útsendingarbúnaðurinn bilaði tveimur dögum síðar. Hún fór svo aftur í loftið 28. júlí.

Í september hættu svo fram­kvæmda­stjóri, markaðsstjóri og dag­skrár­stjóri sjón­varps­stöðvar­inn­ar, þeir Jón E. Árna­son, Björn T. Hauks­son og Guðmund­ur Týr Þór­ar­ins­son, og báru við trúnaðarbresti og sam­starfs­örðug­leik­um við stjórn og aðal­eig­end­ur sjón­varps­stöðvar­inn­ar.

Auglýsing

læk

Instagram