Bíll rann í hálku á flugvél WOW-air á Keflavíkurflugvelli, tveimur ferðum seinkað um marga klukkutíma

Farangursflutningabíll rann í hálku á flugvél WOW-air á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. Engin meiðsli urðu á fólki en vélin skemmdist lítillega.

Sjá einnig: Snjókoma á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið, kólnar þegar líður á vikuna

Farþegarnir, sem voru á leið til Kaupmannahafnar, þurfa að bíða til kl. 15.40 en þá kemur önnur vél sem flytur þá á áfangastað.

Visir greindi fyrst frá. 

Um er að ræða bíl sem flytur farangur í flugvélar. Upplýsingafulltrúi WOW-air segir í samtali við mbl.is  að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Hún segist ekki vita til þess að bíll sem þessi hafi áður runnið á flugvél.

Óhappið dregur dilk á eftir sér því flugi WOW-air frá Kaupmannahöfn til Íslands, sem var áætlað kl. 11.40 í morgun, hefur verið seinkað til kl. 20.40 í kvöld.

Auglýsing

læk

Instagram