Bragi sendi tvífara sínum Michael Rapaport skilaboð á Twitter og fékk svar: „Grunaði að hann myndi svara“

Bragi Páll Sigurðsson, pistlahöfundur er aðdáandi bandaríska leikarans Michael Rapaport. Michael og Bragi þykja mjög líkir og í gærkvöldi ákvað sá síðarnefndi að senda Michael skilaboð á Twitter. Þar hrósaði Bragi honum í hástert og bauð honum að hafa samband við sig ef hann ætti leið um Ísland. Michael var ekki lengi að svara.

Þegar Bragi setti tístið inn var hann nokkuð vongóður um að fá svar. „Hann er mjög virkur á Twitter og virðist ekki ritskoða sig hið minnsta svo mig grunaði að hann myndi svara. Sérstaklega þegar hann áttaði sig á því að hann ætti ungan og myndarlegan tvífara,“ segir Bragi í samtali við Nútímann.

Svar Michael var stutt og laggott

Bragi hefur hefur haft gaman af leikaranum í mörg ár en heillaðist algjörlega þegar hann byrjaði að hlusta á hlaðvarpsþætti kappans en þar talar talar hann tæpitungulaust um málefni líðandi stundar.

„Hann er eitt af þessum andlitum sem eiginlega allir kannast við. Það var svo þegar ég fór að hlusta á hlaðvarpsþætti með honum fyrir nokkru sem ég fór að heillast af þessum ósíaða tjáningarmáta,“ segir Bragi.

Auglýsing

læk

Instagram