Brynjar mættur aftur á Facebook eftir sjálfskipaða útlegð: „Mér skilst að Ragnari Önundarsyni sé mjög létt“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er mættur aftur til leiks á Facebook eftir tæplega tveggja mánaða sjálfskipaða útlegð. Brynjar greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Að þessu sinni ætlar Brynjar að láta Pírata í friði og hætta að kalla þá sem eru honum ósammála kommúnista og fávita.

Morgunblaðið greindi frá því gær að hann hyggðist snúa aftur á miðilinn en hann ku hafa gefið loforð þess efnis á jólahlaðborði Sambands ungra Sjálfstæðismanna um helgina.

„Lengi hefur verið þekkt að öl gerir suma menn mjúka og eftirgefanlega. Eiga þeir þá oft erfitt með að standa í lappirnar í öllum skilningi og gefa loforð út og suður. Því varð fésbókarhvíld mín styttri en ég ætlaði,“ skrifar Brynjar.

Ekki er víst að margir fagni því en mér skilst að Ragnari Önundarsyni sé mjög létt

Brynjar segir að hann hafa fengið nokkrar leiðbeiningar heima fyrir að þessu sinni. „Ég má ekki halda því fram að þeir sem eru mér ósammála séu ýmist kommúnistar eða fávitar. Gott væri einnig að ég léti Píratana í friði,“ skrifar Brynjar.

Sjáðu færslu Brynjars hér að neðan

Lengi hefur verið þekkt að öl gerir suma menn mjúka og eftirgefanlega. Eiga þeir þá oft erfitt með að standa í lappirnar…

Posted by Brynjar Níelsson on Mánudagur, 8. janúar 2018

Auglýsing

læk

Instagram