Brynjúlfur í fangelsi fyrir að mæta með sveppi á Austurvöll: „Dæmdur fyrir það að bjóða upp á fallega stemningu“

Brynjúlfur Jóhannsson var í gær dæmdur fyrir að mætta með sveppi og kannabisefni fyrir utan Alþingi. Brynjúfur þarf að greiða 86 þúsund króna sekt eða sitja sex daga í fangelsi. Hann greindi frá þessu á Facebook og er afar ósáttur við dóminn.

Sjá einnig: Brynjúlfur er þjónn lífsins og meistari orkunnar, biður lögregluna um að virða vinnuna sína

„Jæja dómur var kveðinn upp í dag. Hann er þjóðfélaginu ekki í hag. Ég er beðinn um að greiða 86.000 kr innan fjögurra vikna ef ekki þá 6 daga fangelsi. Jú, þetta er svo sem okkur í hag, að vekja athygli á þessu. Svona lítur þetta út í dag, ég mun auðvitað ekki borga þó það væri ein króna,“ segir Brynjúlfur í færslu á Facebook.

Brynjúlfur lýsir broti síni í færslunni og segist vera að fá dóm fyrir að bjóða upp á heilbrigt umhverfi. „Ég var dæmdur fyrir það að vera fyrir utan Alþingishúsið búinn að breiða út dúk og setja púða undir rassinn,“ segir hann.

„Var með lítið borð, sitthvoru megin við það voru reykelsi brennandi. Ofan á borðinu voru tvær rauðar rósir og tvær krukkur. Kannabis í annarri og sveppir í hinni. Ég var dæmdur fyrir það að bjóða upp á fallegt og heilbrigt umhverfi og góða stemmingu.“

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Brynjúlfur kemst í kast við lögin en hann var í sumar kærður til lögreglu af tollstjóra fyrir að koma til landsins með fimm sveðjur í farangrinum. 

Auglýsing

læk

Instagram