Auglýsing

Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez, meistari í tveimur þyngdarflokkum í UFC

Bardagakappinn Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez á bardagakvöldinu UFC 205 í New York í morgun. Conor kláraði bardagann í annarri lotu en hann var með yfirhöndina frá fyrstu mínútu.

Conor er því ríkjandi meistari í fjaður- og léttvigt í UFC, sá fyrsti í sögunni til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Hann var allt annað en auðmjúkur í lok bardagans, heimtaði bæði beltin sín og þegar hann var búinn að fá þau greip hann í hljóðnemann og sagði:

„Ég vil bara nota tækifærið til að biðjast afsökunar … á nákvæmlega engu!“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing