Dæmi um rottueitur og áfengi í pökkum fyrir fátæk börn undir jólatrénu í Smáralind og Kringlunni

Rottueitur og sígarettustubbar eru meðal þess sem fundist hefur í jólapökkum í Kringlunni og Smáralind sem ætlaðir börnum sem búa við fátækt. Þetta hefur DV.is fengið staðfest frá Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd.

Pétur Gísli Finnbjörnsson hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur segir í samtali við DV að nauðsynlegt sé að opna alla pakka og fara í gegnum innihald. „Það þarf alltaf að fara í gegnum pakkanna því stundum hefur verið vínflaska eða leikfangabyssur eða eitthvað svoleiðis. Þá fannst rottueitur fyrir mörgum árum,“ segir Pétur.

Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp Íslands hefur sömu sögu að segja. „Allir pakkar eru opnaðir hjá okkur til að fyrirbyggja að börn fái pakka með drasli í. Við höfum fengið kókflöskur með sígarettustubbum,“ segir Ásgerður í samtali við DV.

Ásgerður Jóna biðlar til þeirra sem ætla að láta gott af sér leiða og gefa gjafir undir tréið að vanda valið.

Auglýsing

læk

Instagram