David Beckham og Björgólfur Thor flottir saman á ströndinni í Malibu

Breska dagblaðið Daily Mail birti í gær myndir af fótboltagoðsögninni David Beckham og fjárfestinum Björgólfi Thor Guðmundssyni þar sem þeir spókuðu sig berir að ofan á ströndinni í Malibu.

Daily Mail leggur reyndar af einhverjum óskiljanlegum ástæðum áherslu á Beckham í umfjöllun sinni og segir hann hafa sýnt húðflúrin sem skreyta fagurmótaðan líkamann.

Á myndunum sem birtar eru af Beckham og Björgólfi saman er Björgólfur titlaður sem karlkyns vinur fótboltakappans; silfurrefur með hálsfesti. „Hann virtist einnig í góðu formi og skartaði sólgleraugum og hálsfesti. Þá hélt hann á drykk í appelsínugulu plastglasi,“ segir í umfjöllun Daily Mail.

Björgólfur hefur verið búsettur í London síðastliðin ár og ku vera góður vinur Beckham.

Auglýsing

læk

Instagram