Dohop vill senda einhvern fyrir sína hönd á verðlaunahátíð í paradís

Vefsíðan Dohop hefur verið tilnefnd til verðlauna World Travel Awards sem besta flugleitarsíða heims. Verðlaunin verða afhent á eyjunni Anguilla í Karíbahafinu 7. desember en Dohop leitar nú að einhverjum til að fara fyrir hönd fyrirtækisins á hátíðina.

Hátíðin er haldin á hinu glæsilega Cuisinart Golf Resort & Spa hóteli. Ef Dohop er ber sigur úr býtum þarf viðkomandi að taka við verðlaunum fyrir hönd fyrirtækisins. Viðkomandi yrði á eyjunni frá 4. til 9. desember en lokahátíð World Travel Awards fer fram að kvöldi 7. desember.

Til að taka þátt í leiknum þurfa þátttakendur að setja selfí af sér á Instagram þar sem þeir segja af hverju þeir vilji fara til Anguilla og tagga Dohop (@dohoptravel). Sigurvegarinn verður valinn 20. nóvember.

Nánar er fjallað um leitina hér

Dohop var stofnað árið 2004 og starfsmenn félagsins eru nú 12, allir á Íslandi. Dohop á og rekur ferðavefinn Dohop.is ásamt sambærilegum vefjum á 29 tungumálum þar sem finna má flug, hótelgistingu og bílaleigu.

World Travel Awards voru stofnuð árið 1993 til að vekja athygli á, verðlauna og hampa því besta í ferðabransanum á heimsvísu.

Auglýsing

læk

Instagram