Dorrit vill banna innflutning á sykri

„Sykur er eitt af því óhollasta sem við getum ofan í okkur látið, hann hefur bæði áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Ég finn hversu vond áhrif hann hefur á mig persónulega og set hann ekki inn fyrir mínar varir.“

Þetta segir forsetafrúin Dorrit Moussaieff í viðtali í Lífinu, aukablaðinu Fréttablaðsins, í dag. Dorrit hefur miklar áhyggjur af sykurneyslu fólks og vill að Ísland sýnir gott fordæmi með banni á innflutningi á sykri:

Ég hef áhyggjur af sykurneyslu í heiminum og myndi heitast óska að Ísland yrði fyrsta landið í heminum til þess að banna algjörlega innflutning á sykri. Sykurneysla unga fólksins veldur mér miklum áhyggjum og þá sérstaklega óhófleg gosneysla.

Í viðtalinu kemur fram að Dorrit sé mikill kokkur en hún forðast aukaefni eins og kemísk bragðefni, rotvarnarefni og litarefni en velur fersk og góð hráefni. „Íslenskar mjólkurvörur eru á heimsmælikvarða, ég elska smjörið og rjómann,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Instagram