Doug Stanhope lentur á Íslandi, bað Björk um að sækja sig á flugvöllinn

Bandaríski uppistandarinn, leikarinn og rithöfundurinn Doug Stanhope kemur fram í Háskólabíói í kvöld á Reykjavík Comedy Festival. Hugleikur Dagsson hitar upp.

Doug hefur komið víða við. Hann sá um The Man Show og Girls Gone Wild á Comedy Central og hefur komið fram í þætti Howard Stern, Late Friday á NBC, Spy TV og Floor Show Live á BBC. Tvisvar hefur hann hlotið titilinn „Besti uppistandari ársins“ hjá Time Out í New York.

Sjá einnig: Strigakjaftur til landsins: Doug Stanhope með uppistand á Reykjavík Comedy Festival

Stanhope mætti til landsins í gærkvöldi og byrjaði strax að spá í hversu mikið áfengi hann mátti taka með sér úr fríhöfninni. Í staðinn fyrir að biðja aðstoð starfsfólks spurði hann Björk Guðmundsdóttur á Twitter hvað hann átti til bragðs að taka.

Þá óskaði hann eftir því að söngkonan myndi sækja sig. Þegar þetta er skrifað hefur Björk ekki svarað kalli grínistans.

Auglýsing

læk

Instagram