Dragdrottningin Gógó Starr verður Fjallkonan í ár

Dragdrottningin Gógó Starr verður fjallkonan á Þjóðhátíðardaginn 17. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem dragdrottning hlýtur hlutverk Fjallkonunnar.

Fjallkonan er tákngervingur Íslands og hefð er fyrir því að leikkona komi fram í hlutverki hennar og lesi ljóð við hátíðardagskrá á Austurvelli. Fjallkonan klæðist skautbúningi sem er í vörslu Árbæjarsafns.

Sigurður Heimir Guðjónsson, annað sjálf Gógó Starr, segist í samtali við Gay Iceland vera himinlifandi en hann leiðir skrúðgönguna ásamt borgarstjóra og fleiri ráðamönnum. Leikkona les síðan ljóð við hátíðarathöfn á Austurvelli. Þetta verður því í fyrsta skipti sem tvær fjallkonur verða við hátíðarhöldin.

Sigurður segir það hafa verið draum sinn að vera Fjallkonan í mörg ár en hann hafði samband við borgaryfirvöld og spurði hvort hann mætti vera Fjallkonan. Allir hjá borginni hafi tekið vel í þá hugmynd.

Að lokum segir Sigurður þetta vera tákn um að þjóðfélagi sé opnara fyrir dragsenunni og hinsegin menningu.

Auglýsing

læk

Instagram