Dýrasta mynd allra tíma tekin upp á Íslandi, Justice League í tökur hér á landi í október

Tökur á ofurhetjumyndinni Justice League hófust í apríl. Zack Snyder leikstýrir myndinni sem verður tekin upp að hluta á Íslandi. Heimildir Nútímans herma að tökurnar hér á landi hefjist í október en talið er að myndin verði sú dýrasta sem gerð hefur verið.

Stjörnulið leikara fara með hlutverk í myndinni sem fjallar um ofurhetjur á borð við Batman, Superman, Wonder Woman, Aquaman og Flash. Á meðal leikara eru Ben Affleck, Amber Heard, Amy Adams, Jared Leto, Jesse Eisenberg, J.K. Simmons, Jeremy Irons og Willem Dafoe.

Leikarinn Julian Lewis Jones bættist nýlega í hóp leikara. Hann sagði í viðtali við Wales Online að myndin verði að öllum líkindum sú dýrasta sem gerð hefur verið.

Vefurinn Uproxx greinir frá því að tökurnar á Íslandi muni að öllum líkindum sýna fjarlæga plánetu og við veltum nú fyrir okkur hvort og þá hver af þessum stjörnum er á leiðinni til landsins í október.

Auglýsing

læk

Instagram