Ed Sheeran hélt að hann myndi deyja á Íslandi þegar hann steig ofan í heitan hver

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran skaðbrenndist þegar hann kom til Íslands í byrjun síðasta árs. Hann steig ofan í sjóðheitan hver og hélt Sheeran um tíma að þetta yrði hans síðasta.

Þetta kemur fram á vef RÚV en Sheeran greindi frá þessu í viðtali við Elle DeGeneres í gær.

Sjá einnig: Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi, fékk sér steikarsamloku í tilefni dagsins

Söngvarinn segist hafa stigið ofan í hver efst á „virku eldfjalli“ og við það hafi sjóðandi heitt vatn runnið inn í skó hans. Vinur Sheeran reyndi að koma honum til bjarga með því að klæða hann úr sokknum en við það rifnaði skinn af fætinum á honum.

Þeir sem voru með Sheeran ráðlögðu honum reyndar að fara ekki úr sokknum. „En þetta var svo sársaukafullt að ég varð að losna við hann. Og þegar þeir tóku mig úr honum fór skinnið af fætinum með,“ sagði Sheeran.

Sheeran var í skóm frá Timberland þegar óhappið varð og sluppu þeir vel.

Auglýsing

læk

Instagram