„Ég vil halda áfram að lifa líf­inu, langaði aldrei að verða sjúk­ling­ur“

Ing­veld­ur Geirs­dótt­ir, blaðamaður á Morg­un­blaðinu, greind­ist með ill­kynja krabba­mein í brjósti síðastliðið haust. Þá geng­in fjóra mánuði með sitt annað barn. Hún fór strax í brjóst­nám og í fram­hald­inu í lyfjameðferð við mein­inu. Þetta kemur fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Í blaðinu kemur fram að meðferðin hafi gengið vel og virðist ekki ætla að skaða barnið sem á að fæðast í lok næsta mánaðar. Myndin af Ingveldi á forsíðunni er mögnuð og í viðtalinu segir hún viðhorfið skipta miklu máli í veik­ind­um sem þess­um.

„Ég vil halda áfram að lifa líf­inu, langaði aldrei að verða sjúk­ling­ur. Oft er talað um að fólk sé að berj­ast við krabba­mein en ég lít ekki á þetta sem styrj­öld. Bara verk­efni, eins og svo margt annað sem við stönd­um frammi fyr­ir í líf­inu,“ segir hún.

Veik­indi eru part­ur af líf­inu. Mörg­um sem grein­ast með krabba­mein finnst lífið ef­laust vera á móti sér og spyrja: Af hverju ég? Það hef ég aldrei gert. Ég spyr frek­ar: Af hverju ekki ég? Þetta fer á ein­hvern veg. Það er al­veg ljóst. Fari þetta með mann í gröf­ina verður bara svo að vera.

Sunnudagsblað Morgunblaðsins kemur út á morgun.

Auglýsing

læk

Instagram