Egill gagnrýnir umfjöllun Kastljóss

Umfjöllun Kastljóss á mánudag um fæðubótarefni hefur vakið talsverða athygli. Niðurstaðan var sú að fæðubótarefni séu almennt óþörf og Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri Næringarstofu við Landspítala, sagði að fæstir heilbrigðir einstaklingar þurfi nokkur bætiefni, að því gefnu að þeir borði einfaldlega sæmilega fjölbreyttan og hollan mat.

Útvarpsþátturinn Harmageddon ræddi við Egil Einarsson einkaþjálfara um málið í morgun. Hann gagnrýndi íslenska næringarfræðinga og sagði 90% af þeim vera með allt niður um sig. Viðtalið er að finna hér fyrir neðan.

„Förum aðeins yfir þetta, félagarnir. Eru fæðubótarefni nauðsynleg til að ná árangri í ræktinni? Nei. Ekki nauðsynleg. Það sem skiptir mestu máli er matarræðið og æfingarnar,“ sagði hann.

Kosturinn við fæðubótarefnin er að þau eru fljótleg, einföld og virka. Þetta er alltaf sagt, eins og í Kastljósinu, að þú getur fengið alla næringu úr matnum. Borðaðu bara kjöt og fisk. Þekkið þið einhvern sem hefur tíma til að borða kjúkling og fisk sex sinnum á dag?

Þá gagnrýndi hann Kastljósið fyrir að bera prótíninnihald orkudrykksins Amino Energy saman við harðfisk og mjólk. „Það er enginn að taka Amino Energy sem prótíndrykk,“ sagði hann.

Þennan samanburð má sjá hér:

Þá spurði Egill hvort viðmælandi Kastljóssins hafi einhvern tíma tekið hrikalega á því og gagnrýndi að fólk á háskólatorgi hafi verið á meðal viðmælanda.

„Liðið sem er sitjandi á rassgatinu allan daginn þarf ekki að dæla í sig fæðubótarefnum. En liðið sem er að æfa fjórum til sex sinnum, sjö sinnum í viku, að sjálfsögðu hálpa fæðubótarefni þeim,“ sagði hann.

„En ef þú ætlar að bara að kaupa fæðubótarefni fyrir 70 þúsund kall en matarræðið er drasl, þá ertu að henda peningunum út um gluggann. Þetta virkar ef matarræðið er gott og þú tekur á því í ræktinni.“

Auglýsing

læk

Instagram