Einar K. Guðfinnsson líklegur arftaki Hönnu Birnu

Talið er að Einar K. Guðfinnsson verði næsti innanríkisráðherra. Heimildir Nútímans herma að tilkynnt verði um arftaka Hönnu Birnu Kristjánsdóttur eftir ríkisstjórnarfund á morgun.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að for­ystu­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins stefni að því að ákveða hver verður arftaki Hönnu Birnu. Þar segir einnig að mest­ar lík­ar séu á að Bjarni Bene­dikts­son geri til­lögu um að Ein­ar,  sem er for­seti Alþing­is, taki við embætt­inu.

Þing­menn­irn­ir Birg­ir Ármanns­son og Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, formaður þing­flokks­ins, hafa einnig verið orðuð við embættið.

Meira: Fjögur ummæli úr yfirlýsingu Hönnu Birnu sem meika ekki sens

Hanna Birna sagði af sér á föstudag, eins og Nútíminn greindi frá fyrstur fjölmiðla. Yfirlýsingu hennar má lesa hér.

Auglýsing

læk

Instagram